þriðjudagur, 26. janúar 2016

16 bækur Heilags anda


16 BÆKUR HEILAGS ANDA

Bók 1:   Í upphafi var orðið og orðið var Guð, innblásinn af heilögum anda.
Bók 2:   Heilagur andi er upphaf tilvistar.
Bók 3:   Heilagur andi er gjörningur alls sem í heimi er.
Bók 4:   Heilagur andi er náð og miskun alls lífs á jörð.
Bók 5:   Heilagur andi er kennari, leiðbeinandi og lærifaðir.
Bók 6:   Heilagur andi er umgjörð Guðs almáttugs, skapara himins og jarðar.
Bók 7:   Guð gjörir vilja Heilags anda, þess sem skapaði hann.
Bók 8:   Heilagur andi er máttarstólpi alls sem er.
Bók 9:   Heilagur andi fjarstýrir öllu sem er.
Bók 10: Það er fyrir vilja Heilags anda að við lifum.
Bók 11: Við erum börn Heilags anda og Guð er barnfóstra okkar.
Bók 12: Hver getur dæmt? Enginn, nema Heilagur andi.
Bók 13: Hvernig varð Heilagur andi til? Í Algleymindum. Á stað sem enginn þekkir.
Bók 14: Hver er tilgangur Heilags anda? Að skapa líf, tilveru (tilvist) og óendanleika hins himneska föður, Guðs almáttugs.
Bók 15: Hversvegna? Svo að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Bók 16: Heilagur andi: "Komið til mín börn og verur jarðarinnar, játist mér og ég veiti ykkur alsnægð alls, alsælu og óendanlega gleði í hjarta. Verið velkomin í ríki mitt á jörðu. Segið; Já takk heilagur andi, já takk Guð, já takk Jesús Kristur og já takk María Mey. Leitið og þér munuð finna, knýjið á og fyrir yður mun upplokið verða. Velkomin, velkomin elsku börn, afsprengi lenda minna. Ég elska ykkur án nokkurra skilyrða, skilyrðislaust. Í Jesú nafni, Amen."* * *

Að morgni laugardagsins 23.janúar 2016 kom til mín: "16 bækur Heilags anda"
Í dag, 26.janúar 2016 kom til mín að setja niður og skrá niður 16 bækur Heilags anda og gerði ég það í hádeginu frá klukkan 12:07 - 12:14. Gjörið svo vel og njótið. María J.

Viðbót/útskýring sem kom til mín 29.janúar 2016: Í postullegu trúarjátningunni stendur eftirfarandi: "... Ég trúi á Jesú Krist, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,... ." María J.


* * *