þriðjudagur, 22. maí 2018


Sálin mín
og sálin þín
sálir okkar allra!

* * *


Hversu hverfult lífið er
enginn veit með vissu,
allt er þá 
og allt er nú!

* * * 

Í Guðsótta og góðri trú
allt við getum saman.
Verum hér og verum þar
og hættum þessu drama!

* * *
                                                     María J.

laugardagur, 30. september 2017

Hver eruð við?

Við eigum heima á Íslandi,
besta landi í heimi.

Verndum það.
Elskum það.
Verum stolt af því.
hvað annað?

Vertu þú sjálfur
alltaf
alla daga.
Njóttu þín.
Njóttu lífsins.
hvað annað?

Lífið er til þess að lifa því.
Lifðu því með Guði,
því það er lífið.

                                               María J.

mánudagur, 4. september 2017

Leiddu mína litlu hendi,
elsku góði Guð til þín.
Mínar bænir til þín sendi,
í því felst öll gæfa mín.

                                                  María J.

þriðjudagur, 26. janúar 2016

16 bækur Heilags anda


16 BÆKUR HEILAGS ANDA

Bók 1:   Í upphafi var orðið og orðið var Guð, innblásinn af heilögum anda.
Bók 2:   Heilagur andi er upphaf tilvistar.
Bók 3:   Heilagur andi er gjörningur alls sem í heimi er.
Bók 4:   Heilagur andi er náð og miskun alls lífs á jörð.
Bók 5:   Heilagur andi er kennari, leiðbeinandi og lærifaðir.
Bók 6:   Heilagur andi er umgjörð Guðs almáttugs, skapara himins og jarðar.
Bók 7:   Guð gjörir vilja Heilags anda, þess sem skapaði hann.
Bók 8:   Heilagur andi er máttarstólpi alls sem er.
Bók 9:   Heilagur andi fjarstýrir öllu sem er.
Bók 10: Það er fyrir vilja Heilags anda að við lifum.
Bók 11: Við erum börn Heilags anda og Guð er barnfóstra okkar.
Bók 12: Hver getur dæmt? Enginn, nema Heilagur andi.
Bók 13: Hvernig varð Heilagur andi til? Í Algleymindum. Á stað sem enginn þekkir.
Bók 14: Hver er tilgangur Heilags anda? Að skapa líf, tilveru (tilvist) og óendanleika hins himneska föður, Guðs almáttugs.
Bók 15: Hversvegna? Svo að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.
Bók 16: Heilagur andi: "Komið til mín börn og verur jarðarinnar, játist mér og ég veiti ykkur alsnægð alls, alsælu og óendanlega gleði í hjarta. Verið velkomin í ríki mitt á jörðu. Segið; Já takk heilagur andi, já takk Guð, já takk Jesús Kristur og já takk María Mey. Leitið og þér munuð finna, knýjið á og fyrir yður mun upplokið verða. Velkomin, velkomin elsku börn, afsprengi lenda minna. Ég elska ykkur án nokkurra skilyrða, skilyrðislaust. Í Jesú nafni, Amen."* * *

Að morgni laugardagsins 23.janúar 2016 kom til mín: "16 bækur Heilags anda"
Í dag, 26.janúar 2016 kom til mín að setja niður og skrá niður 16 bækur Heilags anda og gerði ég það í hádeginu frá klukkan 12:07 - 12:14. Gjörið svo vel og njótið. María J.

Viðbót/útskýring sem kom til mín 29.janúar 2016: Í postullegu trúarjátningunni stendur eftirfarandi: "... Ég trúi á Jesú Krist, Drottin vorn, sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,... ." María J.


* * *

miðvikudagur, 14. október 2015

Velkomin á nýja síðu Allir.is


Allir.is varð 7 ára í október 2015 og þar sem lífið og tilveran er í 7 ára tímabilum er vel við hæfi að fara nýjar leiðir og breyta tilgangi síðunnar sem skilað hefur góðu hlutverki sínu.

Verið hjartanlega velkomin að fylgjast með bloggi og færslum um lífið og tilveruna hér á síðunni.

***

FRIÐARFYRIRBÆNIR
www.facebook.com/beðið fyrir friði-praying for peace
https://www.facebook.com/Beðið-fyrir-friði-Praying-for-peace-707217639315632/?ref=ts&fref=ts

***

LÍFSLEIKNI

www.facebook.com/lífsleikni fyrir alla
https://www.facebook.com/lifsleiknifyriralla/?ref=ts&fref=ts

***

GUÐDÓMLEGAR UPPLÝSINGAR
http://www.sjaogheyra.blogspot.com
http://www.seeandheargod.blogspot.com

***

HEILUNARMIÐSTÖÐIN
http://www.facebook.com/heilunarmidstodin
http://heilunarmidstodin.blogspot.com
Kærleikskveðjur,
Allir.is
Netfang: allir@allir.is
Sími: 858-5900